Hvað vantar?

Það eru alltaf 3 hliðar á öllu.. Hennar hlið, þeirra hlið og svo sannleikurinn..

Ekki veit ég hver sannleikurinn er.. en forvitin er ég, því ég persónulega er ekki að gleypa því að allt sem hún segir sé það sem gerðist..
Ég hef alveg lent í því að lenda ílla í því á flugvelli í USA.. en hlekkjuð var ég ekki..

Svo maður spyr sig..
Hvað gerðist þarna?


mbl.is Ekki vænisjúk húsmóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nóg að landamæraverði þarna úti lítist illa á þig til að hafna þér um inngöngu í landið, hann þarf ekki að rökstyðja það fyrir þér og þú getur ekki áfrýjað því.

karl (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 09:55

2 Smámynd: Ketilríður

"Það er nóg að landamæraverði þarna úti lítist illa á þig til að hafna þér um inngöngu í landið, hann þarf ekki að rökstyðja það fyrir þér og þú getur ekki áfrýjað því."

NÁKVÆMLEGA!

Og svo kemur hún vælandi til Íslands..
Hún skrifar sjálf undir plagg í vélinni þar sem þetta stendur allt saman..

Hún braut reglu.. brýtur hana svo aftur og svo þegar það er tekið á henni, þá á maður að vorkenna henni?

Ketilríður , 13.12.2007 kl. 14:06

3 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Margir hafa orðið til þess að gagnrýna Bandaríkjamenn í þessu máli: svona eru Kanarnir, vitleysingar, skíthræddir við hryðjuverk, klikkaðir osfrv.

Gaman væri ef einhver blaðamaður næði tali af einhverjum af þeim mörgu einstaklingum sem komið hafa til Íslands og sótt um hæli. Fólk sem flúið hefur stríð og ofsóknir í sínu heimalandi og eiga fullan rétt á því að sækja um hæli samkvæmt S.Þ.

Þetta fólk hefur nær undantekningalaust verið sett í gæsluvarðhald og síðan sent til baka með fyrstu ferð án þess að nokkuð sé farið ofaní saumana á þeirra máli.

Það skyldi þó aldrei vera að þetta fólk hafi orðið fyrir eitthvað svipaðri upplifun og Erla Ósk...?

Jón Bragi Sigurðsson, 13.12.2007 kl. 21:39

4 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Og hvað með Falun Gong fólkið sem var handtekið við komuna til landsins um árið og var smalað saman í fangabúðir og sent svo heim aftur? Þetta var fólk sem á eingan hátt hafði brotið íslensk lög eða reglur og átti fullan rétt á að fara frjálst ferða sinna.

Er hugsanlegt að það fólk sem varð fyrir þeim hremmingum geti tekið undir þau orð leiðara Moggans og finnist þau eiga við Ísland að "Þau stjórnvöld sem svona haga sér gagnvart venjulegu fólki af ekki meira tilefni eru gersamlega sturluð. Þau vita hvorki í þennan heim né annan. Þau hafa misst veruleikaskyn."

Með þessum athugasemdum, og eftir öll þessi skrif og yfirgengilega hneykslun fólks á "fasismanum", vil ég bara benda á hvort Íslendingar séu ekki að kasta grjóti úr glerhúsi?

Tek fram að ég er á engan hátt að verja þessa framkomu við Erlu. Ég hef lent í því að vera tekin og berháttaður af tollvörðum og skoðað í hvern minn krók og kima vegna órökstudds gruns um eiturlyfjasmygls. Þetta gerðist við komu mína frá Danmörku til Malmö í Svíþjóð. Víst fannst mér þetta niðurlægjandi og var hinn reiðasti og svekktasti, hafandi aldrei smyglað svo miklu sem eldspítustokk inní þetta ágæta land. Hef ég ég þó ekki séð ástæðu til að úthrópa Svíþjóð sem hið svívirðilegasta fasistaland og lögregluríki einsog jafn vel Mogginn lætur sér sæma.

Jón Bragi Sigurðsson, 14.12.2007 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband