Það eru nú ekki bara börn og unglingar sem eru fastir í þessum tölvuleikjum.
Það er alveg til fullorðið fólk sem er í þessu líka.
Þessi tölvuleikjafíkn hefur nú eyðilagt mörg ástarsambönd.. aðilar hafa hætt að mæta í vinnu útaf þessu og útilokað sig frá alheiminum vegna tölvuleikja.
Þetta er auðvitað bara pjúra fíkn og hún getur orðið ansi slæm.
Þeir eru ekki ófáir frasarnir sem "fullorðnu" einstaklinganir eru svo duglegir að tyggja ofan í sína nánustu.
"Ég verð að spila í nótt. Þetta er svona hópleikur þar sem fullt af fólki allstaðar að úr heiminum safnast saman. Og það getur allt orðið vitlaust ef það vantar fólk, við getum tapað hinu og þessu...blablabla.."
"Koma út í kvöld? Bíddu, ég ætla að athuga hvort að það sé eitthvað að gerast í leiknum"
"Ég get ekki farið að vinna, ég verð að kaupa þennan hlut og það er bara hægt í dag klukkan þetta"
Já ég er fegin að minn heittelskaði spilar ekki tölvuleiki!
Skrópa vegna tölvuleikja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Fimmtudagur, 22. nóvember 2007 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.